Explore GEN family of websites, social media experiences, blogs and more.

Unleashing ideas.
Strengthening startups.

Back to search results
    Date submitted
  • 12-Sep-2018

Language course online

Abstract

Íslenskunámskeið á netinu / námsefni í íslensku sem annað mál

Síðustu misseri hefur verið aukin umræða um stöðu erlendra í íslensku sem annað mál. Tungumálið er grundvöllur þess að eiga góð samskipti í búsetulandinu og til þess að eiga jöfn tækifæri þegar kemur að atvinnu og menntun.

Með þetta í huga hefur okkar teymi lengi unnið að hugmynd í sambandi við hvernig bæta megi stöðu erlendra í samfélaginu á grundvelli tungumálsins og hugað að því hvernig námsefni myndi henta þessum hópi best.

Teymið okkar samanstendur af mæðrum með sérfræðiþekkingu úr ýmsum áttum, til að mynda tvítyngisfræðum, kennslufræðum og talmeinafræði. Tvær úr hópnum kenna í grunnskólum, þar á meðal íslensku sem annað mál og við höfum allar verið í þeim sporum að búa erlendis og að læra nýtt tungumál.

Við höfum unnið að þeirri hugmynd að bjóða uppá námskeið í íslensku sem fer fram á netinu. Hugmyndin er að námskeiðin yrðu sett fram á misjöfnum getustigum og byrjendur gætu því í upphafi tekið fyrsta námskeiðið og svo framhaldsnámskeið í kjölfar þess. Til lengri tíma litið yrði gaman að bjóða uppá slík námskeið fyrir börn, bæði íslensk börn sem eru búsett erlendis og börn af erlendum uppruna sem eru búsett hér á landi.

Margir útlendingar sem búa hér hafa ekki tíma eða tök á að sækja íslenskunámskeið á kvöldin eða eftir vinnu/skóla. Með þetta í huga mun vefnámskeið henta stórum hópi sem getur þá gefið sér tíma til að sinna íslenskunáminu þegar þeim hentar, hvort sem það er sem hluti af vinnudegi eða þegar heim er komið. Hvatning til að læra tungumálið mun vissulega hafa jákvæðar afleiðingar og með tungumálinu tengist þessi markhópur betur og aðlagast samfélaginu betur . Við viljum koma til móts við þennan sívaxandi hóp innflytjenda með því að bjóða upp á námskeið sem þeir geta stundað hvaðan sem er.

Hugmyndin er að nemendur á hverju námskeiði tengist á umræðuvef og geti þar komist í samband við aðra í hópnum. Nemendur vinna ákveðin verkefni og í ritunar- og talverkefnum munu nemendur fá endurgjöf kennara. Þeir þurfa að ná ákveðinni hæfni og hafa lokið ákveðnum fjölda verkefna til að fá viðurkenningu um að hafa lokið námskeiðinu. Líklegur tími námskeiða verða átta vikur. Hagnaður verður af námskeiðsgjöldum og því er áætlað að hafa nokkur námskeið í boði (og auka framboðið með tímanum).

Við höfum gengið með þessa hugmynd í kollinum lengi og langar að nýta tækifærið og koma henni á næsta stig. Viðhald íslenskunnar er okkur hjartans mál og með þessari leið gerum við fleirum kleift að nema málið.

Reykjavík, 12. September 2018

Edda Rún Gunnarsdóttir, Gerður Guðjónsdóttir og Sigrún Árdís Einarsdóttir.

Additional Questions

Who is your customer?

Foreign students

What problem does this idea/product solve or what market need does it serve?

The difficulty for foreigners to learn Icelandic

What attributes will make this idea/product successful? Why do you believe that those features will create success?

The fact that this is available online.

Explain how you (your team) will execute to make this idea/product successful? What gives you (your team) an advantage over others already in the market or new to this market?

We are a team of experts in this area, all of us being educated and working with multiculturalism, language development and teaching.