Explore GEN family of websites, social media experiences, blogs and more.

Unleashing ideas.
Strengthening startups.

Back to search results
    Date submitted
  • 11-Jan-2017

Bliss App

Abstract

BlissApp – Frelsi til samskipta, er app sem hugsað er til að auðvelda samskipti milli þeirra sem þurfa að gera sig skiljanlega með myndtáknum, og þeirra sem sjá um eða aðstoða viðkomandi aðila. Appið er byggt þannig upp að hægt sé að skapa sérhæfðar töflur fyrir mismunandi aðstæður, með bliss táknum eða öðrum myndtáknum svo greiðari samskipti geti átt sér stað.

Að mati þroskaþjálfa eru þær lausnir sem fáanlegar eru í dag bæði kostnaðarsamar og bundnar við borðtölvur, of flókin öpp eða möppur sem innihalda laus tákn sem festar eru með frönskum rennilás á blað inní möppunni. Markmiðið er að útbúa lausn sem leysir af hólmi takmörkun þess að vinna með möppurnar þegar farið er af heimilinu eða hæfingarstöðinni. Appið er ætlað til þess að henta í spjaldtölvur og síma án þess að vera tengt við netið. Með tilkomu appsins yrði auðveldara og þægilegra fyrir aðila og umsjónarmann að hafa samskipti og hægt er að kalla fram þær töflur sem eiga við í þeim aðstæðum sem þeir eru í hverju sinni.

Verkefnið er tilkomið þar sem þroskaþjálfi hefur verið að vinna með einstaklingi sem hafði ekki getað tjáð sig umfram orðið já, en uppgötvaðist að einstaklingurinn átti samskiptaleið með blisstáknum. Við það opnaðist nýr heimur fyrir einstaklingnum að gera sig skiljanlegan. Farið var í verkefnið til að bæta aðgengi að þessu myndmáli og hugmyndin kviknaði í kjölfarið að bæta við möguleikanum að nota annað myndmál þar sem uppbygging og hugsun appsins styður eins við notkun myndmáls við samskipti líkt og blisstáknin gera.

Appið er unnið með þroskaþjálfum á greiningarstöð ríkisins og hæfingarstöð sem staðsett er í Hafnarfirði og er unnið með þessum aðilum til að lausnin nýtist sem best. Þessir aðilar hafa reynsluna á þau forrit sem þegar eru til staðar og sáu þessir aðilar að ýmislegt mætti bæta. Því er appið unnið á þann hátt að skila sem þægilegustu lausn fyrir þá aðila sem þyrftu á því að halda.

Til eru sjóðir sem skapast hafa eftir að fatlaðir einstaklingar falla frá sem ætlaðir eru að betrumbæta aðstöðu og líf þeirra sem lifa með fötlun. Einnig eru mörg félög og stofnanir sem styrkja samfélagsleg verkefni og væri möguleiki á að sækja fjármagn til að klára verkefnið. Ef nægt fjármagn kæmi til í gengum styrki vegna þróunar og vinnu væri hugsanlegt að notendur þyrftu einungis að greiða áskrift til að vinna við uppfærslur gæti átt sér stað. Því fleiri notendur sem fengjust í áskrift, því lægri yrði áskriftin fyrir hvern og einn þar sem markmiðið er að geta haldið úti þjónustu án þess að vera að skila umframtekjum fram yfir þann kostnað sem fellur til vegna vinnu við að halda uppi appinu.

Video

Additional Questions

Who is your customer?

Fólk sem notar óhefbundin tjáskipti

What problem does this idea/product solve or what market need does it serve?

Ákveðinn fjöldi einstaklinga geta ekki tjáð sig með orðum og þurfa að styðjast við hreyfimál eða benditákn til að geta átt samskipti við aðra einstaklinga. Þær lausnir sem eru i boði í dag henta ekki þeirri vinnu sem fylgir því að kenna og styðja við notendur. Lausnirnar eru fyrirferðamiklar, takamarkandi eða einskorðaðar við dýran búnað sem er ekki færnalegur. Umgjörð núverandi lausna er hamlandi fyrir íslenska notendur því yfirleitt er allt á ensku.

What attributes will make this idea/product successful? Why do you believe that those features will create success?

Það sem drífur okkur áfram er einfalt app sem hægt er að opna heim margra í að tjá sig og verða sjálfstæðari einstaklingar.

Explain how you (your team) will execute to make this idea/product successful? What gives you (your team) an advantage over others already in the market or new to this market?

Það sem okkar app hefur fram yfir önnur er notendaskráin sem verður ítarleg skrá yfir alla notkun á táknum í appinu. þetta hefur ekki sést á þessum markaði áður.